Golf

Lokahringnum frestað vegna veðurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frestað.
Frestað. vísir/Getty

Lokahringnum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað vegna veðurs.

Rignt hefur hressilega í Houston, Texas í dag þar sem mótið hefur farið fram undanfarna þrjá daga og því sáu mótshaldarar sig tilneydda til að fresta lokahringnum um einn sólarhring.

Um er að ræða síðasta stórmót ársins hjá konunum.

Hin 22 ára gamla Hinako Shibuno frá Japan er í forystu fyrir lokahringinn en hún er á samtals fjórum höggum undir pari. 

Amy Olson frá Bandaríkjunum er aðeins höggi á eftir Shibuno eða á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þær Moriya Jutanugarn og Ji Yeong Kim á einu höggi undir pari.

Fylgst verður með lokahringnum á mótinu á Stöð 2 Golf á morgun.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.