Golf

Hin bros­milda Ösku­buska leiðir enn fyrir loka­hringinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinako Shibuno var efst eftir annan hring mótsins og leiðir enn fyrir fjórða og síðasta hringinn sem leikinn verður í dag.
Hinako Shibuno var efst eftir annan hring mótsins og leiðir enn fyrir fjórða og síðasta hringinn sem leikinn verður í dag. Carmen Mandato/Getty Images

Hin 22 ára gamla Hinako Shibuno frá Japan – sem gengur undir gælunafninu hin brosmilda Öskubuska – leiðir enn fyrir lokahring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi.

Shibuno fékk viðurnefnið vegna þess að hún spilar einfaldlega alltaf með bros á vör. Hún hefur svo sannarlega ástæðu til þess að brosa en hún er enn efst þegar lokahringur mótsins er eftir.

Er þetta í fyrsta sinn sem hún keppir á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi og hún gæti orðið fimmti kylfingurinn frá upphafi til að landa sigri á mótinu í fyrstu tilraun. Þá gæti hún orðið aðeins þriðji kylfingurinn í sögunni til að vinna tvö risamót áður en henni tekst að vinna sigra önnur mót mótaraðarinnar.

Cypress Creek-völlurinn hefur reynst kylfingum erfiður framan af móti og var Shibuno langt frá sínu besta í dag. Líkt og aðrir kylfingar. Hún heldur þó toppsætinu sem fyrr en hin brosmilda Öskubuska er sem stendur á fjórum höggum undir pari.

Amy Olson frá Bandaríkjunum er hins vegar aðeins höggi á eftir Shibuno eða á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þær Moriya Jutanugarn og Ji Yeong Kim á einu höggi undir pari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×