Golf

Fór holu í höggi og leiðir á Opna bandaríska eftir fyrsta daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amy Olson spilaði best allra á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins í golfi.
Amy Olson spilaði best allra á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. AP/Eric Gay

Amy Olson er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramóti kvenna í golfi sem fer fram í Houston og hófst í gær.

Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær.

Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan.

Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan.

Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður.

Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.