Handbolti

Viktor Gísli varði átta skot í naumum Evrópu­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik fyrir GOG í Ungverjalandi í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik fyrir GOG í Ungverjalandi í kvöld. EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður danska handboltaliðsins GOG sem og íslenska landsliðsins, varði átta skot er liðið vann nauman þriggja marka sigur á ungverska liðinu Tatabánya KC í kvöld. Lokatölur leiksins 32-35.

Viktor Gísli hefur átt betri leiki en hann varði alls átta af þeim 34 skotum sem rötuðu á mark GOG í kvöld. Þar af var eitt vítakast. Viktor Gísli því með 24 prósent markvörslu í leik kvöldsins.

Danska félagið var alltaf skrefi á undan heimamönnum í Tatabánya. Staðan í hálfleik 17-16 gestunum frá Danmörku í vil og á endanum vann GOG leikinn með þriggja marka mun eisn og áður sagði. Lokatölur 35-32.

Mathias Gidsel átti ótrúlegan leik í liði GOG en hann skoraði 11 mörk í leiknum.

GOG er nú með fjögur stig í D-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta að loknum fjórum leikjum. Liðið hefur unnið tvo og tapað tveimur. Íslendingalið Rhein-Neckar Löwen trónir á toppi D-riðilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.