Körfubolti

Treyja Barack Obama sló met LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James með Barack Obama þegar Obama var enn forseti Bandaríkjanna og James ennþá leikmaður Miami Heat.
LeBron James með Barack Obama þegar Obama var enn forseti Bandaríkjanna og James ennþá leikmaður Miami Heat. Getty/Mark Wilson

Fyrrum Bandaríkjaforseti Barack Obama setti nýtt met á dögunum. Reyndar ekki hann sjálfur heldur gömul keppnistreyja hans frá körfuboltaferlinum.

Barack Obama spilaði á sínum tíma körfubolta með Punahou menntaskólanum á Havaíeyjum og treyja hans frá þeim tíma sló met LeBron James síðastliðinn föstudag.

Treyjan hans Barack Obama seldist nefnilega á 192 þúsund dollara á uppboði í Beverly Hills í Kaliforníu en það gera meira en 24 milljónir íslenskra króna.

Með þessu er treyja Obama orðinn verðmætasta menntaskólatreyja sögunnar en gamla metið átti treyja LeBron James síðan hann spilað með St. Vincent-St. Mary´s menntaskólanum.

Treyja LeBrons seldist á rúma 187 þúsund dollara á sínum tíma en það var treyjan sem LeBron James var í á forsíðu Sports Illustrated árið 2002 undir fyrirsögninni „The Chosen One“ eða hinn útvaldi.

Barack Obama spilaði í treyju 23 hjá Punahou skólanum veturinn 1978-79 og hjálpaði liði sínu að verða fylkismeistari.

Athygli vekur að Obama spilaði í treyju 23 en Michael Jordan kom ekki inn í NBA-deildina fyrr en árið 1984 og var á þeim tíma ennþá í Emsley A. Laney menntaskólanum í Norður-Karólínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×