Handbolti

Rúnar tekur tímabundið við Aue vegna veikinda þjálfarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur til Aue.
Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur til Aue. vísir/vilhelm

Rúnar Sigtryggsson hefur tekið tímabundið við þjálfun þýska B-deildarliðsins Aue. Hann stýrir liðinu meðan þjálfari þess jafnar sig af veikindum tengdum kórónuveirunni.

Stephan Swat, þjálfari Aue, veiktist illa af kórónuveirunni og stýrir liðinu ekki á næstunni. Rúnar var því fenginn til að hlaupa í skarðið. Fyrsti leikur hans við stjórnvölinn er gegn Eisenach annað kvöld.

Rúnar þekkir vel til hjá Aue en hann var þjálfari liðsins á árunum 2012-16. Nokkrir Íslendingar léku þá með Aue, m.a. sonur Rúnars, Sigtryggur sem leikur nú með ÍBV.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Aue í dag: Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson.

Rúnar var síðast þjálfari Stjörnunnar. Þá þjálfar hann U-16 ára landslið karla.

EHV Aue hat kurzfristige Lösung für den erkrankten Stephan Swat gefunden. Runar Sigtryggsson ist da und hilft! Aufgrund...

Posted by EHV Aue on Monday, December 7, 2020Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.