Martin Hermannsson var stigahæstur Valencia er liðið tapaði fyrir Alba Berlín, 100-92, í EuroLeague er liðin mættust á Spáni í kvöld.
Martin var þar af leiðandi að leika gegn sínum gömlu félögum en eins og áður segir var Martin stigahæstur í liði Valencia. Hann gerði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar.
Það dugði þó ekki til sigurs en frábær þriðji leikhluti, sem Alba vann 32-15, lagði grunninn að sigri þeirra. Valencia er í 4. sæti EuroLeague en þetta var einungis fjórði sigur Alba sem er í 14. sætinu af átján liðum.
Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra unnu 85-76 sigur á Bilbao í spænska körfuboltanum. Með sigrinum skaust Andorra upp í 10. sæti deildarinnar en liðið á þó lekiki til góða eftir að meirihluti liðsins greindist með kórónuveiruna.
Haukur Helgi skoraði sex stig og tók fjögur fráköst í liði Andorra.