Handbolti

Óðinn Þór með þrjú mörk í naumum sigri | Grétar Ari átti góðan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik í kvöld. vísir/eyþór

Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélgar hans í Holstebro unnu góðan tveggja marka sigur á Frederica á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá vann Nice góðan sjö marka sigur gegn Besancon í frönsku B-deildinni í kvöld. Grétar Ari Guðjónsson varði mark Nice í kvöld og var með 30 prósent markvörslu.

Óðinn Þór og félagar í Holstebro voru þremur mörkum undir gegn Frederica í kvöld er flautað var til hálfleiks, staðan þá 18-15 heimamönnum í vil. Gestirnir í Holstebro bitu í skjaldarrendur í hálfleik og komu tvíefldir til leiks í þeim síðari.

Fór það svo að þeir unnu tveggja marka sigur, lokatölur 35-33 Holstebro í vil. Óðinn Þór gerði þrjú mörk í leiknum.

Holstebro þar af leiðandi komið upp í 3. sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 13 leikjum.

Þá átti Grétar Ari góðan leik í marki Nice í frönsku B-deildinni í kvöld. Grétar Ari varði tíu skot í öruggum sjö marka sigri, lokatölur 30-23.

Var þetta aðeins annar sigur Nice á tímabilinu. Liðið er í 8. sæti með fimm stig að loknum sjö umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×