Styttri vinnuvika – ekki bara fyrir fullorðna Berglind Robertson Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar