Er þétting byggðar loftslagsmál? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Loftslagsmál Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun