Körfubolti

Klay Thomp­son meiddist illa og missir af allri næstu leik­tíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klay Thompson fyrir miðju. Hann horfði á síðustu leiktíð af pöllunum og gerir það aftur á komandi leiktíð.
Klay Thompson fyrir miðju. Hann horfði á síðustu leiktíð af pöllunum og gerir það aftur á komandi leiktíð. Jane Tyska/Getty

Golden State Warriors varð fyrir áfalli í dag en Klay Thomspon er illa meiddur. Adrian Wojnarowski, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn, greinir frá þessu.

NBA-deildin er nú í fríi en Thompson var að leika sér með nokkrum leikmönnum úr deildinni í Los Angeles þar sem hann kveinkaði sér vegna meiðsla í kálfa.

Hann gekkst undir nánari skoðun í morgun og þar kom í ljós að hann væri með slitna hásin. Steve Kerr, þjálfari Warriors, og einhverjir stjórnarmenn eru sagðir hafa flogið til Los Angeles til að vera til staðar fyrir Thompson.

Thompson missti af allri síðustu leiktíð eftir að hafa meiðst í úrslitaviðureigninni tímabilið þar á undan. Þar meiddist hann í leik gegn sex gegn Toronto Raptors en þá sleit hann krossband í vinstra hnéi.

Því voru Warriors vongóðir um að hann myndi snúa aftur á næstu leiktíð, sterkari sem aldrei fyrr, en nú verður hinn þrítugi Thompson áfram á meiðslalistanum.

NBA deildin hefst undir lok ársins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.