Skólamál úr skápnum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2020 09:31 Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skóla - og menntamál Alþingi Hinsegin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun