Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar 1. nóvember 2025 15:03 Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar