Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 08:33 Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Umferð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun