Hafnarfjörður selur orkuinnviði sína Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar