Nýtum tímann til að undirbúa framtíðina Sólborg Lilja Steinþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun