Handbolti

Góður sigur Arons Dags og félaga á toppliðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Dagur Pálsson fór mikinn í leik dagsins. 
Aron Dagur Pálsson fór mikinn í leik dagsins.  vísir/stefán

Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta er Kristianstad heimsótti Alingsås. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, 34-30.

Aron Dagur Pálsson og liðsfélagar hans í Alingsås voru mikið betri frá upphafi til enda í dag. Leiddu þeir með fimm mörkum í hálfleik, staðan þá 18-13. Fór að svo að þeir unnu leikinn örugglega með fjögurra marka mun, 34-30.

Alls voru þrír Íslendingar í eldlínunni í leiknum. Aron Dagur var magnaður í liði Alingsås, skoraði hann fjögur mörk ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hjá Kristianstad var Ólafur Andrés Guðmundsson aftur með eftir meiðsli, hann skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Þá skoraði Teitur Örn Einarsson tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Kristianstad heldur toppsæti deildarinnar en Alingsås er aðeins stigi á eftir líkt og Ystads IF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×