Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsaosti Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun