Treysta á hjálparstofnanir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:45 Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun