Treysta á hjálparstofnanir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:45 Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar