Handbolti

„Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Olís-deild karla sem hefur legið í dvala síðan í byrjun október.
Úr leik í Olís-deild karla sem hefur legið í dvala síðan í byrjun október. vísir/hulda margrét

Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hefur ekki trú á því að fullar handboltaæfingar verði leyfðar í bráð.

Ekki hefur verið keppt á Íslandsmótinu í handbolta síðan helgina 3. og 4. október og undanfarnar vikur hafa liðin ekki mátt æfa saman. Rúnar á von á því að farið verði rólega í að leyfa æfingar að nýju.

„Miðað við hvernig þetta hefur verið hingað til er maður hræddur um að þau leyfi ekki fullar æfingar. Ég sé svo sem enga ástæðu af hverju það mætti ekki,“ sagði Rúnar í Seinni bylgjunni í gær.

„Ef þetta heldur svona áfram. Það eru tiltölulega fá smit á dag. Vandamálið er kannski að við höfum engan stuðul, við hvað við eigum að miða. Það væri gott að hafa eitthvað viðmið. Þetta virðist vera tilfinning hjá þeim, hvort það gangi vel eða illa og hvort þau þori að fara af stað aftur. Eftir að þetta fór ekki vel síðast þegar þau hleyptu öllu af stað býst maður við þau verði eitthvað rólegri núna.“

Þrátt fyrir bann við íþróttaiðkun fékkst undanþága til að spila leik Íslands og Litháen í undankeppni EM karla í síðustu viku. Það er eini handboltaleikurinn sem hefur farið fram hér á landi í nokkrar vikur.

Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um æfingar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×