Handbolti

Portúgal rúllaði yfir Litháen og Þýskaland vann þægilegan sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands. Vísir/Getty

Leikið var í undankeppni EM 2022 í handbolta í dag en Litháar, sem voru hér á landi fyrr í vikunni, fengu Portúgala í heimsókn til Vilnius.

Portúgal hafði frumkvæðið allan leikinn en Litháum tókst að hanga í þeim framan af. Engu að síður unnu Portúgalar að lokum öruggan átta marka sigur, 34-26.

Hafa Portúgalar nú fjögur stig en þeir unnu Ísrael á sama tíma og strákarnar okkar lögðu Litháen.

Alfreð Gíslason stýrði landsliði Þýskalands til öruggs sigurs þegar þeir fengu Eista í heimsókn þar sem lokatölur urðu 35-23, Þjóðverjum í vil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.