Aukum verðmæti og vinnum fiskinn hér á landi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2020 16:08 Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sjávarútvegur Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun