Gáttuð á hræsni borgaryfirvalda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:30 Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar