Körfubolti

Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar

Sindri Sverrisson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Hildur Björg Kjartansdóttir er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. vísir/bára

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít.

Íslenski hópurinn heldur utan um helgina en fer án síns mikilvægasta leikmanns í keppninni til þessa, Hildar Bjargar Kjartansdóttur. Hildur þumalbrotnaði á æfingu með Val í haust og hefur bataferlið verið lengra en vonir stóðu til. Í stað Hildar kemur Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Keflavík, sem á að baki 6 A-landsleiki.

Á eftir Hildi voru Helena Sverrisdóttir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir með hæsta framlagið í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppnini, fyrir ári síðan. Helena er nú í fæðingarorlofi og Sylvía er hætt, en Þóra fer með til Krítar.

Báðu um undanþágu til að æfa innandyra

Ísland leikur við Slóveníu 12. nóvember og gegn Búlgaríu 14. nóvember, og fara leikirnir báðir fram á Krít eins og fyrr segir. Undirbúningur liðsins er ekki eins og best verður á kosið þar sem að íþróttabann er á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. KKÍ hefur beðið um undanþágu til einstaklingsæfinga innandyra fyrir landsliðskonurnar.

Landsliðshópurinn

Nafn · Félag (landsleikir)

Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (2)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (4)

Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)

Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (20)

Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (4)

Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík (Nýliði)

Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (2)

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík (6)

Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester, England (19)

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (53)

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (17)

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Þjálfarar og fararteymi:

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson

Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez

Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir

Fararstjóri: Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ

Sóttvarnafulltrúi: Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð, varaformaður KKÍ

Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.