Handbolti

Stór­­leikur hjá Aroni í öruggum sigri Barcelona á Á­la­­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Álaborgar gátu einfaldlega ekki stöðvað Aron í kvöld. Sama hversu margir reyndu í einu.
Leikmenn Álaborgar gátu einfaldlega ekki stöðvað Aron í kvöld. Sama hversu margir reyndu í einu. @FCBhandbol

Magnað gengi handboltaliðs Barcelona virðist engan endi ætla að taka en liðið vann Álaborg sannfærandi á heimavelli sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur 42-33 og kom íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson að tíu mörkum í liði Börsunga.

Mikið var skorað í leiknum strax frá upphafi og voru gestirnir mjög sprækir í fyrri hálfleik. Aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum er leikurinn var hálfnaður. Staðan þá 20-18 Börsungum í vil og Danirnir inn í leiknum.

Í síðari hálfleik var hins vegar annað upp á teningnum. Barcelona gekk á lagið og einfaldlega stakk gestina af á endanum. Munurinn var því orðinn níu mörk er flautan gall og leiknum lauk. Lokatölur 42-33 Börsungum í vil sem eru með fullt hús stiga bæði í Meistaradeildinni sem og heima í spænsku úrvalsdeildinni.

Aron skoraði fimm mörk í kvöld ásamt því að leggja upp önnur fimm. Enginn leikmaður Barcelona kom að fleiri mörkum.

Barcelona er nú með fimm sigra eftir fimm leiki í B-riðli á meðan Álaborg hefur unnið fjóra og tapað tveimur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.