Handbolti

Tíu ís­lensk mörk í góðum sigri Ribe-Esj­berg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í fyrsta sigri Ribe-Esjberg á  tímabilinu.
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í fyrsta sigri Ribe-Esjberg á  tímabilinu. vísir/getty

Íslendingalið Ribe-Esjberg lagði Århus í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sex marka mun í kvöld, 31-25. Var þetta annar sigur liðsins í deildinni á leiktíðinni. Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós. Þeir Rúnar Kárason, Daníel Ingason og Gunnar Steinn Jónsson leika allir með liðinu.

Heimamenn í Århus voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 16-14. Í þeim síðari stigu gestirnir upp og fór það svo að þeir unnu öruggan sex marka sigur í kvöld, lokatölur 25-31.

Alls skoruðu þeir Rúnar, Daníel og Gunnar tíu mörk og því má með sanni segja að þeir hafi spilað sinn þátt í sigri kvöldsins. Rúnar skoraði fimm mörk, Daníel skoraði þrjú – úr aðeins þremur skotum – og Gunnar Steinn gerði tvö mörk.

Var þetta annar sigur Ribe-Esjberg á leiktíðinni en liðið hefur nú leikið ellefu leiki. Tveir sigrar, eitt jafntefli og átta töp eru niðurstaðan sem stendur. 

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.