Skoðun

Áfengisneysla aldraða og úrræðaleysi

Aníta Runólfsdóttir skrifar

Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama.

Hvað er til ráða? Ekkert.

Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni.

Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn.

Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×