Leikjavísir

Mánudagsstreymið: Strákarnir snúa aftur til Verdansk

Samúel Karl Ólason skrifar
GameTíví

Strákarnir í GameTíví snúa aftur til Verdansk í mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Sérstakt hrekkjavökuþema er í Call of duty: Warzone, eða Skyldan kallar: Stríðssvæði, eins og við segjum á íslensku.

Það þema verður skoðað frá öllum hliðum en strákarnir stefna á þrjá sigra í kvöld.

Heppnir áhorfendur geta unnið til verðlauna.

Gamanið hefst klukkan átta á Stöð 2 eSport, Twitchrás GameTíví og Vísi. Hægt er að horfa hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.