Skuldar lögreglan þér bætur? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2020 20:16 Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun