Ísland er land þitt Hjörtur Hjartarson skrifar 19. október 2020 10:18 Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun