Vinna án ávinnings Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. október 2020 09:00 Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun