Körfubolti

Dwyane Wade boðið í brúðkaup eftir að hann varð óvænt hluti af bónorði pars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dwyane Wade hætti í fyrra eftir frábæran feril.
Dwyane Wade hætti í fyrra eftir frábæran feril. getty/Michael Reaves

Dwyane Wade, þrefaldur NBA-meistari með Miami Heat, fékk boð í brúðkaup frá ókunnugu pari eftir að hann var óvart hluti af bónorði þess.

Wade var á gangi á Miramar ströndinni í Kaliforníu þegar hann varð vitni að því þegar Ryan Basch bað kærustu sinnar, Katie Ryan. Wade var óvænt með á bónorðsmyndunum og þegar parið áttaði sig á hver þetta væri tóku þau nokkrar skemmtilegar myndir með körfuboltastjörnunni fyrrverandi.

Af myndunum af dæma var Wade ekki minna kátur með ráðahaginn en brúðhjónin verðandi eins og sjá má hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

All @dwyanewade could do was smile.

A post shared by CBS Sports (@cbssports) on

Basch og Ryan ákváðu í kjölfarið að bjóða Wade og eiginkonu hans, Gabrielle Union, í brúðkaupið.

Wade lagði skóna á hilluna í fyrra. Hann lék nær allan sinn feril í NBA með Miami Heat og varð þrisvar sinnum meistari með liðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.