Fátæktargildran: Hin blóðuga sóun Jón Ingi Hákonarson skrifar 12. október 2020 10:00 Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun