Um nefndarstörf á Alþingi Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. október 2020 15:01 Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Alþingi Tengdar fréttir „Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15 Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG
„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15
Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun