Körfubolti

„Þú sérð ekki karakter manna á Youtube“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gær voru Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson gestir og fóru þeir félagar yfir ýmis mál tengd körfuboltanum.

Teitur er einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi og gerði gott mót sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk þar sem hann þjálfaði Stjörnuna og Njarðvík.

Útlendingamál skipta miklu máli í íslenskum körfubolta og þau voru til umræðu í gær þar sem Teitur viðraði sína skoðun. 

„Það sem þú sérð ekki á Youtube er karakter leikmannanna,“ var meðal þess sem Teitur sagði en umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Hvernig valdi Teitur sér Kana?

Tengdar fréttir

Teiknuðu báðir upp sama leikkerfi á sama tíma

Í síðasti þætti af Domino´s Körfuboltakvöldi fór Kjartan Atli aðeins yfir það hversu rosalega vel þeir Finnur Freyr og Arnar Guðjónsson þekkjast. Lið þeirra, Valur og Stjarnan, mættust í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×