Frumkvæðisskylda um sóttvarnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. október 2020 14:01 Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun