„Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 10:30 Magnús Óli Magnússon var með 8 mörk og 3 stoðsendingar í sigrinum á Haukum og fékk 9,5 í einkunn hjá HB Statz. Vísir/Bára Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon átti mjög flottan leik þegar Valsliðið sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna topplið Hauka 28-25. Magnús Óli fékk líka hrós frá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Eigum við ekki aðeins að tala um þennan gæja hérna því hann á ansi stóran þátt í þessum sigri en það er Magnús Óli Magnússon,“ hóf Henry Birgir Gunnarsson umræðuna um Magnús Óli Magnússon í Seinni bylgjunni. „Hann gerði allt og þetta var bara gjörsamlega geggjaður leikur hjá honum. Hann er bara að tæta Haukavörnina í sig, finta til hægri og finta til vinstri,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Mér finnst hann hafa bætt leikskilninginn sinn undanfarin ár og hann er kominn með fína sendingatækni. Þetta var bara frábær leikur að hans hálfu en þetta kom mér ekkert á óvart því hann er búinn að vera að spila svona í allan vetur,“ sagði Ásgeir Örn. „Hann var frábær. Það er ekki oft sem maður sér það í nútíma handbolta að leikmenn séu teknir úr umferð því það er eiginlega að verða úrelt. Haukarnir þurftu að spila framarlega á móti honum því þeir réðu ekkert við hann. Ég hálf vorkenndi Geir Guðmundssyni á tímabili,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann fór mjög oft illa með hann. Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar. Miðað við það hvernig byrjun hans hafa verið þá finnst mér hann ekki vera besti leikmaðurinn í deildinni heldur langbesti leikmaður deildarinnar,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má sjá alla umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Magnús Óla Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon átti mjög flottan leik þegar Valsliðið sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna topplið Hauka 28-25. Magnús Óli fékk líka hrós frá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Eigum við ekki aðeins að tala um þennan gæja hérna því hann á ansi stóran þátt í þessum sigri en það er Magnús Óli Magnússon,“ hóf Henry Birgir Gunnarsson umræðuna um Magnús Óli Magnússon í Seinni bylgjunni. „Hann gerði allt og þetta var bara gjörsamlega geggjaður leikur hjá honum. Hann er bara að tæta Haukavörnina í sig, finta til hægri og finta til vinstri,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Mér finnst hann hafa bætt leikskilninginn sinn undanfarin ár og hann er kominn með fína sendingatækni. Þetta var bara frábær leikur að hans hálfu en þetta kom mér ekkert á óvart því hann er búinn að vera að spila svona í allan vetur,“ sagði Ásgeir Örn. „Hann var frábær. Það er ekki oft sem maður sér það í nútíma handbolta að leikmenn séu teknir úr umferð því það er eiginlega að verða úrelt. Haukarnir þurftu að spila framarlega á móti honum því þeir réðu ekkert við hann. Ég hálf vorkenndi Geir Guðmundssyni á tímabili,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann fór mjög oft illa með hann. Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar. Miðað við það hvernig byrjun hans hafa verið þá finnst mér hann ekki vera besti leikmaðurinn í deildinni heldur langbesti leikmaður deildarinnar,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má sjá alla umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Magnús Óla
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira