Þetta er ekki væll – heldur beiðni um að ríkið framfylgi lögum Fríða Stefánsdóttir skrifar 2. október 2020 09:01 Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Suðurnesjabær Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti fyrst að fá læknisaðstoð eftir að ég flutti suður með sjó í Sandgerði, þá 14 ára gömul. Ég flutti frá Akranesi (bjó áður í Reykjavík) og þekkti ekkert annað en að vera með minn heimilislækni. Þegar ég þurfti svo á læknishjálp að halda sótti ég þjónustu til heilsugæslunnar í Reykjanesbæ, þar sem ekki var heilsugæsla í minni heimabyggð Sandgerði. Mamma spurði, eins og sjálfsagt var, hvort við gætum fengið að skrá okkur hjá heimilislækni.Svarið kom okkur í opna skjöldu sem var einfaldlega: Það er enginn með heimilislækni á Suðurnesjum, sú þjónusta er ekki í boði fyrir Suðurnesjamenn. Nú rúmlega 20 árum seinna er þjónustan ennþá afar takmörkuð. Í Suðurnesjabæ búa rúmlega 3600 íbúar sem eru hvorki með heimilislækni né aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerðar nr. 1084/2014 segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Að hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Hversu lengi á ríkið að komast upp með að framfylgja ekki lögum? Hversu lengi þurfum við sveitarstjórnarmenn að þrýsta, trekk í trekk, á ríkið að bregðast við. Nú erum við hjá Suðurnesjabæ búin að sýna framkvæmdastjóra HSS mögulegt húsnæði fyrir heilsugæslu og erum tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við ríkið til að fá þessa grunnþjónustu í sveitarfélagið. En við fáum engar nýjar upplýsingar og engin er uppbyggingin. Ekki nóg með að fá ekki heilsugæslu heldur fengum við einnig neitun frá ríkinu um dagdvalarþjónustu í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að sveitarfélagið væri búið að finna tilbúið húsnæði fyrir dvölina og ekki gert ráð fyrir því á fjárlögum næstu ára. Ríkið stafrækir enga þjónustu í Suðurnesjabæ, þrátt fyrir að við séum 16. stærsta sveitarfélag landsins af 72. Heilbrigðisumdæmin eru sjö. Ef skoðaðar eru upplýsingar og tölur um heilbrigðisstofnanir á síðu embætti landlæknis og íbúafjölda frá Sambandi sveitarfélaga er reiknidæmið ekki flókið og sýnir stöðuna svart á hvítu: Finnst ráðamönnum við Suðurnesjamenn vera annars flokks fólk, eða kannski ofurmenni sem veikjast sjaldnar? Nú skora ég á ríkið og heilbrigðisráðherra að setja heilsugæslu í Suðurnesjabæ á dagskrá. Tökum samtalið og vinnum saman að hag íbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun