Blikar kæra ákvörðun KKÍ: „Trúi ekki öðru en að við vinnum það mál“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 16:00 Fanney Lind Thomas er hér til varnar í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/DANÍEL „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“ Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“
Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira