Ekki aðeins ferðaþjónustukreppa Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifa 28. september 2020 13:55 Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Anna Hrefna Ingimundardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun