Hlynur Bærings: Bara „glorified“ æfingaleikur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 27. september 2020 22:32 Hlynur Bæringsson vísir/vilhelm Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa.
Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira