Körfubolti

Magnaður LeBron og Lakers í úr­slitin í fyrsta sinn í tíu ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var magnaður í nótt. Hér fagnar hann í leikslok.
LeBron var magnaður í nótt. Hér fagnar hann í leikslok.

Los Angeles Lakers er komið í úrslit NBA-deildarinnar eftir sigur á Denver Nuggets, 117-107, í fimmta leik liðanna í undanúrslitunum.

Lakers vann einvígið örugglega 4-1 en leikurinn í nótt var mjög jafn og skemmtilegur. Mestu munaði um frábæran leik LeBron James sem er á leið í sitt tíunda úrslitaeinvígi.

LeBron gerði 38 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar í liði Lakers. Magnaður. Anthony Davis bætti við 27 stigum.

Nikola Jokic var stigahæstur hjá Nuggets með tuttugu stig og sjö fráköst.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Lakers kemst í úrslitaeinvígið og mótherjinn þar verður annað hvort Miami eða Boston.

Þar standa leikar 3-2 fyrir Miami en sjötti leikur liðanna fer fram í kvöld.

NBA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.