Körfubolti

KR fær liðsstyrk frá Riga

Sindri Sverrisson skrifar
Roberts Stumbris á ferðinni í leik með Riga í Meistaradeild Evrópu síðasta vetur.
Roberts Stumbris á ferðinni í leik með Riga í Meistaradeild Evrópu síðasta vetur. mynd/championsleague.basketball

Karlalið KR í körfubolta hefur bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni.

KR tilkynnti á dögunum um komu Króatans Ante Gospic og hins bandaríska Ty Sabin sem var stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Auk þeirra bætist Roberts Stumbris frá Lettlandi í hópinn, en þetta staðfesti Páll Kolbeinsson gjaldkeri KR við Vísi í dag.

Stumbris hefur leikið með Riga í heimalandinu síðustu ár, í lettnesku deildinni og Meistaradeild Evrópu, sem og í hinni austur-evrópsku VTB-deild. Hann skoraði 7,3 stig og tók 2,9 fráköst að meðaltali í leik í 13 leikjum í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

KR-ingar hafa horft á eftir Jóni Arnóri Stefánssyni og Kristófer Acox til Vals í sumar. Þá fór Michael Craion til Frakklands og Dino Cinac til Rúmeníu. Eins og fram kom fyrr í dag telur Kristófer sig eiga milljónir króna inni hjá KR vegna vangoldinna launa.


Tengdar fréttir

Kristófer segir KR skulda sér milljónir

Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.