Innlent

Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg

Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Marek Moszczynski í haldi lögreglu þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum í sumar. Hann hefur verið í varðhaldi síðan.
Marek Moszczynski í haldi lögreglu þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum í sumar. Hann hefur verið í varðhaldi síðan. Vísir/Vilhelm

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar, neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. Samkvæmt geðmati var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu.

Maðurinn huldi höfuð sitt við þingfestinguna í morgun. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á það við Barböru Björnsdóttur dómara að þinghald í málinu yrði lokað. Sagði hann lýsingar í málinu þess efnis að von væri á mikilli þolraun í dómsal sem ætti ekki erindi við almenning.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var ósammála og sagði ekki sjá tilefni til að loka þinghaldi. Fór svo að dómari sagðist myndu taka til skoðunar að loka þinghaldinu að hluta ef tilefni þætti til. Ekki þó aðalmeðferðinni í heild.

Ákærði neitaði sök í báðum ákæruliðum og sömuleiðis bótakröfu þeirra sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni og aðstandenda þeirra þriggja sem létust.

Samkvæmt geðmati sem verjandi mannsins lagði fram í dómnum var karlmaðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu. Kolbrún saksóknari sagðist ekki útiloka að farið yrði fram á yfirmat.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í

Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×