Frysting er eina vitið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 24. september 2020 15:01 „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
„Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar