Fórnar því að vera viðstaddur fæðingu sonarins fyrir leiki í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 11:01 Gordon Hayward kom aftur inn í lið Boston Celtics í síðasta leik og Jayson Tatum var sáttur með það. Getty/Kevin C. Cox Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT
NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira