Körfubolti

Martin í tapliði en Haukur klikkaði ekki á skoti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar.
Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar. mynd/@valenciabasket

Martin Hermannsson komst ekki á blað hjá Valencia er liðið tapaði í spennuleik gegn Systems Baskonia, 76-73, í fyrstu umferð spænska körfuboltans.

Sigurkarfan kom tveimur sekúndum fyrir leikslok en Martin spilaði í tæplega þrettán mínútur. Hann gaf tvær stoðsendingar í leiknum en hann kom frá Alba Berlín í sumar.

Haukur Helgi Pálsson skoraði níu stig á þeim rúmlega fimm mínútum sem hann spilaði fyrir Morabanc Andorra er liðið vann átján stiga sigur á Ucam Murcia, 84-66.

Haukur Helgi hitti úr öllum fimm skotum sínum; tveimur þriggja stiga körfum og þremur vítaskotum en leikurinn var liður í fysrt umferðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.