Leikjavísir

Mánudagsstreymi GameTíví: Setja sig í spor Avengers

Samúel Karl Ólason skrifar
Hetjurnar í Marvel's Avengers.
Hetjurnar í Marvel's Avengers. Vísir/Square Enix

Strákarnir í GameTíví ætla að taka sér frí frá Verdansk í mánudagsstreyminu í kvöld og spila Marvel's Avengers. Þar munu þeir setja sig í spor ofurhetja, berjast bak í bak og bjarga heiminum eins og þeim einum er lagið.

Þeir munu spila fjölspilunarhluta leiksins og berjast saman gegn vondum köllum. Mun Óli Jóels berjast sem ofurhetjan „Old Man“, Dói sem „Bald Man“, Kristján sem „Da Man“ og Tryggvi sem „NotAHu Man“?

Heppnir áhorfendur munu geta unnið vinninga strákarnir munu ræða við áhorfendur sína um bestu og verstu ofurhetjuleikina og margt fleira.

Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld og verður hægt að fylgjast með á Twitch eða Stöð 2 eSport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.