KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:28 Kristófer Acox leist ekki á tilboð KR og kvaddi. VÍSIR/BÁRA KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03
Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30