KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:28 Kristófer Acox leist ekki á tilboð KR og kvaddi. VÍSIR/BÁRA KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03
Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30